Kómedíuleikhúsið: Fyrst í Djúpuvík svo í Haukadal

Á laugardag verður forsýning í Djúpuvík á leikritinu Ariasman eftir Tapio Koivukari. Afhverju í Djúpuvík spyr jafnvel margur. Jú, það er vegna þess að í Djúpuvík er verið að setja upp Baskasetur og Ariasman er einmitt leikstykki sem fjallar um hin illvígu Baskavíg. Það er Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, sem setur Ariasman á svið og gaman er að geta þess að þetta er 54. verkefni þessa velvirka vestfirska leikhús. Leikari er Elfar Logi Hannesson, ljósameistari er Sigurvald Ívar Helgason, búningahönnuður Þ. Sunnefa Elfarsdóttir, Björn Thoroddsen semur tónlist leiksins og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. Eftir frumsýningu í Djúpuvík á laugardag taka við sýningar í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði í næstu viku.

Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar, Baskavígin. Að haustlagi 1615 var 31 baskneskur skipsbrotsmaður veginn af vestfirskum bændum. Ariasman er leikgerð sem er byggð á samnefndri sögulegri skáldsögu Tapio Koivukari, um Baskavígin sem eru í raun fyrstu og vonandi einu fjöldamorð Íslandssögunnar. Þessir hrottalegu atburðir gerðust fyrir vestan haustið 1615 þegar 31 baskneskur skipbrotsmaður var veginn á miskunarlausan hátt af vestfirskum bændum undir forystu Ara Magnússonar, sýslumanns í Ögri, en Baskarnir þekktu hann undir nafninu Ariasman.

Miðasala á Ariasman í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal fer fram í midix.is

Tapio Koivukari,.

DEILA