Ársreikningur Reykhólahrepps

Ársreikningur Reykhólahrepps hefur nú verið birtur á vefsíðu hreppsins.

Segja má að rekstrarstaða  sveitarfélagsins sé með ágætum og eignastaða er einnig góð.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.048,2 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 800,6 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 120,4 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 104,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.

Heildareignir sveitarfélagsins námu 1.009,7 millj. kr. og heildarskuldir 262,2 millj. kr.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 747,5 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 616,5 millj. kr. 

DEILA