Vegagerðin: vinna 3.000 rúmmetra af malarslitlagsefni

Ennisháls í apríl 2021. Vefmyndavél Vegagerðarinnar.

Strandabyggð hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi á Ennishálsi, sem er milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar í Strandasýslu.

Þar er samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar ætlunin að vinna 3.000 rúmmetra af malarslitlagsefni í námunni Ennisháls nr. 22599 í sumar.

Gerður var verksamningur í gær við Steypustöðina- Námur ehf , sem er fyrirtæki í Hafnarfirði. Efnið er ætlað í almennt viðhald á malarvegunum á svæðinu.

DEILA