Vestfirðir: fjórðungur raforku framleidd af einkaaðilum

Staðsetning smávirkjana á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði fram á Aþingi fyrir þingfrestun skýrslu um smávirkjanir. Það eru virkjanir með uppsett afl minna en 10 MW. Samkvæmt skýrslunni eru samkvæmt gagnagrunni Orkustofnunar smávirkjanirnar 62 sem voru í notkun á Íslandi í árslok 2023. Samanlagt uppsett afl þeirra
var tæplega 100 MW og áætluð orkuvinnslugeta um 549 GWst á ári. Smávirkjanir eru með tæplega 3% af heildar raforkuframleiðslu landsins. Til samanburðar þá er orkunotkun heimilanna 5% af raforkuframleiðslu landsins.

Vestfirðir: fjórðungur framleiðslu frá einkaaðilum

OV rekur 9 virkjanir (Mjólkárvirkjun skipt í tvær), með samanlagt afl upp á 16,7 MW.
Auk þess framleiða 10 virkjanir í einkaeigu raforku inn á dreifikerfi OV með samanlagt afl
uppá 5,7 MW. Samanlagt afl þessara virkjana er 22,5 MW. Nemur því hlutur einkaaðila fjórðungi af heildarframleiðslunni á Vestfjörðum.

Samkvæmt RARIK framleiða 39 vatnsaflsvirkjanir undir 10 MW inn á dreifikerfi RARIK. Uppsett afl þessara virkjana er á bilinu 13-9.900 kW. Samanlagt afl þessara virkjana er 66,5 MW.

Fjórar smávirkjanir í eigu Fallorku framleiða inn á dreifikerfi NO. Uppsett afl þeirra er á bilinu 290 -3.300 kW. Samanlagt afl þessara virkjana er 6,4 MW.

Listi yfir vatnsaflsvirkjanir á Vestfjörðum:

DEILA