Innviðaráðuneyti þrýstir á sameiningu sveitarfélaga

Reykhólar.

Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra hefur ritað Reykhólahreppi bréf og spyrst fyrir um hvernig sveitarstjórnin hafi tekið ákvörðun um hvort hefja eigi sameiningarviðræður við önnur sveitarfélög og hvort sveitarstjórnin hafi kynnt ákvörðun sína fyrir íbúunum.

Að fengnum upplýsingum sveitarfélagsins mun ráðuneytið leggja mat á hvort tilefni sé til
þess að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins til formlegrar umfjöllunar á grundvelli
eftirlitshlutverks ráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga sbr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga.“

Ráðuneytið lét á síðasta ári gera úttekt á getu sveitarfélagsins til þess að sinna lögbundnum verkefnum sínum og þar var bent á að hagkvæmast væri að Reykhólahreppur, Dalabyggð og Strandabyggð myndu sameinast annaðhvort Stykkishólmi eða Húnaþingi vestra og þannig yrði til sveitarfélag með öflugri stjórnsýslu.

Bent er á í úttektinni að árið 2022 hafi Reykhólahreppur verið tekjuhæsta sveitarfélagið pr íbúa á landinu, en að 42% teknanna hafi verið framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og að nokkur fjárhagsleg áhætta sé fólgin í þessari tekjusamsetningu.

Lögum samkvæmt ber sveitarfélaginu að kynna álit ráðuneytisins og svar sitt fyrir íbúum , ræða málið á tveimur fundum og taka ákvörðun hvort efnt verði til sameiningarviðræðna. Verði það niðurstaða sveitarstjórnar að hafna sameiningarviðræðum geta 10% íbúa farið fram á atkvæðagreiðslu um þá ákvörðun.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps brást við erindin ráðuneytisins með því að ákveða að halda íbúaþing um málefni sveitarfélagsins fimmtudaginn 29. ágúst nk.

DEILA