Patreksfjörður: bátur fékk rekald í skrúfuna

Frá aðgerðunu í morgun. Mynd: Landsbjörg.
Frá aðgerðunum í morgun. Mynd: Landsbjörg.

Rétt fyrir hálf sjö í morgun var áhöfn björgunarskipsins Varðar II á Patreksfirði kölluð út vegna fiskibáts sem hafði fengið rekald í skrúfuna og gat ekki haldið áfram veiðum. Vörður II fór úr höfn á Patreksfirði rétt fyrir sjö og hélt áleiðis að bátnum sem var þá staddur í mynni Patreksfjarðar. Vel gekk að koma taug á milli skipanna og var Vörður II tók stefnuna inn til Patreksfjarðar með bátinn í togi og kom inn til hafnar nú rétt upp úr klukkan 9.

Einnig voru útköll í nótt vegna vegna skipverja á smærri fiskibát út af Norðfirði sem hafði slasast á fæti og ekki í ástandi til að sigla bátnum til hafnar og á Djúpavogi vegna fiskibáts sem hafði misst stýri rétt austur af Papey.

DEILA