Rampur á Hólmavík

Greint er frá því á vefsíðu Strandabyggðar að í undirbúningi sé að koma upp rampi á Hólmavík. Verður hann verður líklegast við Grunnskólann á Hólmavík og eru teikningar þegar komnar.

Er þetta liður í átakinu römpum upp Ísland viðkomandi að kostnaðarlausu og sinnir aðgengi að verslunum, veitingastöðum og annarri þjónustu í eigu einkaaðila sem og aðgengi að byggingum hins opinbera hvort sem þær eru í eigu sveitarfélaga eða ríkis. 

Átakið sendir hellur á staðinn og mannskap og tæki til að vinna verkið en óskar eftir því að sveitarfélagið útvegi húsnæði og fæði á meðan á verkinu stendur. 

Að átakinu stendur Haraldur Þorleifsson, fyrrverandi stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og er tilgangurinn að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Nýlega var rampur nr 1.200 settur upp á Patreksfirði.

DEILA