Ísafjarðarbær: Sigríður Júlía forseti bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem kjörin var 1. maí 2022. Mynd: isafjordur.is

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á fimmtudaginn fóru fram árlegar kosningar. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir var kosin foseti bæjarstjórar til eins árs, Magnús Einar Magnússon fyrsti varaforseti og Kristján Þór Kristjánsson var kosinn annar varaforseti bæjarstjórnar.

Kosið var í bæjarráð. Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Jóhann Birkir Helgason voru kosin aðalfulltrúar og Magnús Einar Magnússon, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Steinunn Guðný Einarsdóttir voru kosin varafulltrúar.

 Kristján Þór Kristjánsson var kosinn áheyrnarfulltrúi í bæjarráði næsta árið og Elísabet Samúelsdóttir var kosin varaáheyrnarfulltrúi. Formaður bæjarráð var kosinn Gylfi Ólafsson og varaformaður Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Bæjarstjórn í tveggja mánaða sumarleyfi

Þá var samþykkt tillaga forseta bæjarstjórnar um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir, júlí og ágúst 2023, og að bæjarstjórn komi saman til fyrsta fundar að loknu sumarleyfi þann 5. september 2024.

DEILA