Tungumálatöfrar á Flateyri í ágúst

Tungumálatöfrar er námskeið með áherslu á íslenskuörvun í gegnum listsköpun og leik fyrir börn. Boðið er upp á málörvandi umhverfi í gegnum skapandi kennsluaðferðir.

Listsköpun og leikur eru höfuðáherslan í kennslunni og unnið markvisst að því að börnunum líði sem best í eigin skinni og öðlist sjálfstraust til að tjá sig á íslensku og styrki íslenskukunnáttu sína og sjálfsmynd með tónlistarsköpun, listaverkagerð og hreyfingu.

Allt frá upphafi hefur tónlist leikið stórt hlutverk á námskeiðinu og myndlistarsköpun einnig átt sinn fasta sess. Í ár er einnig boðið upp á skapandi útivist.  

Námskeið fer fram 6.-11 ágúst og lýkur á sunnudeginum með töfragöngu og hátíð þar sem forráðamenn og vinir eru velkomin að sjá afrakstur námskeiðsins. Kennt er frá 10-14

Í boði eru tvö námskeið: Tungumálatöfrar fyrir 5–9 ára börn sem fram fer í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri.   Töfraútivist fyrir 10-14 ára börn kennt í nágrenni Flateyrar. 

Námskeiðið er sniðið að þörfum fjöltyngdra barna, en er opið fyrir öll börn. 

DEILA