Bættir lánamöguleikar fyrir unga bændur

Frá undirritun samningsins í fjármálaráðuneytinu

Ungir bændur, viðkvæm byggðalög og frumkvöðlafyrirtæki leidd af konum hafa nú aðgang að lánsfjármagni með sveigjanlegum skilmálum frá Byggðastofnun.

Undirritaður hefur verið samningur á milli Evrópska fjárfestingarsjóðsins (EIF) og Byggðastofnunar um bakábyrgðir að upphæð allt að 3,2 milljörðum króna vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Samningurinn tekur við af öðru samkomulagi sem rann út um áramótin. Veitt voru um 30 lán til ungra bænda vegna kynslóðaskipta undir því samkomulagi.

DEILA