Sögur af Haukdælum

Sunnudaginn 23. júní kl: 20:00 verða sagðar sögur af Haukdælum og úr Haukadal í Dýrafirði í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal.

Þetta er létt spjall með myndum þar sem rifjaðar verða upp minningar, frásagnir og heimildir um byggðina í dalnum, þorpið og fólkið sem bjó þar, mannlíf, framkvæmdir og nýsköpun atvinnu í upphafi íslenskrar heimastjórnar.

Sögumaðurinn, Bjarni Guðmundsson frá Kirkjubóli, hefur skoðað ýmsar heimildir um Haukadal á árunum um og upp úr fyrri aldamótum. Bjarni var nemandi í Haukadalsskóla 1952-1954 og farkennari þar 1960-1961.

Hús leikhússins var vígt sem samkomuhús árið 1936 en hefur verið í eigu Kómedíuleikhússins síðan árið 2005.

DEILA