Nýtt aðkomutákn við Búðardal

Á hátíðarhöldunum 17. júní var tilkynnt um nýtt aðkomutákn við Búðardal.

Formaður menningamálanefndar Dalabyggðar, Þorgrímur Einar Guðbjartsson kynnti verkið og upplýsti um höfund þess en hann er Svavar Garðarsson frá Hríshóli í Reykhólasveit. 

Auglýst var eftir verki í febrúar og senda átti inn tillögu að frumhönnun ásamt útskýringu á verkinu og hvaða tengingu það hafi við sveitarfélagið.
Tekið var fram að verkið þyrfti að þola íslenskt veður, vera endingargott og raunhæft í framkvæmd.

Ekki var gerð krafa um úr hvaða efni verið yrði eða frekari framsetningu þess, þ.e. hvort um væri að ræða skilti, frístandandi verk eða annað.
Í lok apríl 2024 kom hópurinn saman og fór yfir innsendar tillögur sem voru fjórar talsins en mjög ólíkar og skemmtilegar og var það niðurstaðan að velja tillögu Svavars Garðarssonar.

DEILA