Í kvöld mætir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, í Haukadal og ætlar að fjalla um Hallgerði Langbrók. Guðni er góður sögumaður og húmoristi og gaf á dögunum út bókina Hallgerður Örlagasaga hetju í skugga fordæmingar. Þar kemur Guðni Hallgerði til varnar eða eins og segir í viðburðarlýsingu „Þetta er óður Guðna til konunnar sem Íslendingar kusu að fyrirlíta um aldir en um leið er aðdáun Guðna á fornsögunum yfir og allt um kring. Hér sýnir sagnamaðurinn Guðni á sér nýjar og óvæntar hliðar!“
Það Gíslastaðir sem stendur að þessum viðburði sem fram fer á Gíslastöðum í Haukadal í Dýrafirði. Nánar má lesa um viðburðinn hér.
bryndis@bb.is