Framkvæmdir við bættar snjóflóðavarnir ofan Flateyrar eru hafnar. Í ár verður farið í gerð keiluraða í innra bæjargili, keiluraðir A-B og C, utan við núverandi varnargarð. Einnig verður gerður þjónustuvegur að keilunum.
Nánar er hægt að glöggva sig á framkvæmdunum á myndinni sem fylgir hér með.
Markmiðið er að auka öryggi vegna ofanflóða og vernda hafnarsvæðið. Fyrirhuguð mannvirki skulu falla sem best að landslagi auk þess sem hugað verður að aðstöðu og tækifærum til útivistar.