Laxatelja í Laugardalsá sem greinir eldisfiska

Hafrannsóknastofnun hefur komið fyrir laxateljara í fiskveginn við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp.

Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána.

Auk þess að greina fjölda villtra fiska er mögulegt að greina hvort að um eldisfiska sé að ræða.

Þær upplýsingar sem fást með teljaranum er m.a. nýttar í þeirri vöktun sem tengist áhættumati erfðablöndunar.

Teljarinn er settur niður snemmsumars og tekinn upp að hausti.

DEILA