Búið að opna veginn upp á Bolafjall

Útsýnispallurinn á Bolafjalli í ágúst 2022. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í dag var opnaður vegurin nupp á Bolafjall. Þetta kemur fram í tilynningu frá Vegagerðinni.

Þá hefur Vegagerðin gefið út hálendiskort nr 3 og má nálgast það á hlekknum hér: https://www.vegagerdin.is/vgdata/halendi/halendi.pdf

Helstu breytingar frá síðasta korti eru:

Búið er að opna Lakaveg (F206) upp að Fagrafossi

Búið er að opna yfir Kjöl (35) (Einungis fært fjallabílum norðan Kerlingarfjalla.)

Búið er að opna Fjallabaksleið nyrðri (208) frá Sigöldu og að Landmannalaugum.

Búið er að opna Fjallabaksleið nyrðri (F208) upp að Hólaskjóli að austan.

Búið er að opna Arnarvatnsheiði (F578) milli Surtshellis og Úlfsvatns

DEILA