A10 almenningssamgönguverkefninu Flateyri – Ísafjörður er lokið

Styrkurinn fyrir tilraunaverkefnið A10 — almenningssamgöngur um land allt er nú uppurinn.

Þetta þýðir að verkefninu í gær fimmtudaginn 13. júní, þar sem fjárheimildir þess hafa verið fullnýttar.

Þær ferðir sem þegar hafa verið pantaðar verða farnar en lokað hefur verið fyrir fleiri pantanir.

Næsta skref er að vinna úr þeim gögnum sem hafa safnast saman og skila lokaskýrslu. 

Árið 2022 samdi Ísafjarðarbær við Byggðastofnun um tilraunaverkefni í almenningssamgöngum mill Flateyrar og Ísafjarðar. Verkefnið fólst í niðurgreiðslu á pöntunarakstri á leigubílum. Horft verður til reynslu af verkefninu sem fordæmisgefandi fyrir þjónustu við Suðureyri og Þingeyri.

DEILA