Vesturbyggð: samið við Landsnet um streng í landi Hóls

Sameinað sveitarfélag Vesturbyggðar og Tálknafjarðar og Landsnet hafa gert samkomulag um lagningu jarðstrengs í Bíldudalsvogi í landi jarðarinnar Hóll. Um er að ræða 66 kV línu frá Bíldudal meðfram Bíldudalsvoginum að Litlu Eyri, en þar mun nýr sæstrengur frá Hrafnseyri koma að landi. Mun háspennujarðstrengurinn liggja innan Hóls á 260 metra kafla og vera 10 metra breitt og er lagningin heimiluð með samkomulaginu og samið um 178.000 króna bótagreiðslu Landsnets til sveitarfélagsins. Jarðstrengurinn er hluti af nýjum streng frá Mjólká, Mjólkárlína 2, sem mun bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

DEILA