Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að hún telji að sumarið sé komið og að enginn ætti því að þurfa að aka um á negldum vetrarhjólbörðum.
Það er því eðlilegt að lögreglan hafi afskipti af þeim ökumönnum sem áfram aka um göturnar á slíkum hjólbörðum.
Ökumenn mega því búast við sektum verði þeir ennþá á nagladekkjunum eftir daginn í dag akandi um á Vestfjörðum