Aukaúthlutun úr Umhverfissjóður sjókvíaeldis

Sjókvíar í Reyðarfirði.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna og verkefna sem styðja við markmið sjóðsins um lágmörkun umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis, samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis.

Til úthlutunar í aukaúthlutun á árinu 2024 eru kr. 111.746.000 kr.

Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins.
Hlutverk sjóðsins er að greiða kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats og vöktunar. Sjóðurinn getur jafnframt greitt kostnað við önnur verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður eftir því sem fjármagn leyfir. Verkefnum er forgangsraðað í samræmi við framangreint hlutverk og áherslur stjórnar hverju sinni.

Stjórn sjóðsins leggur faglegt mat á allar umsóknir, forgangsraðar verkefnum og ákveður styrkfjárhæð, sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 874/2019.

Í stjórninni eiga sæti:

Aðalmenn:
• Kolbeinn Óttarsson Proppé, án tilnefningar, formaður stjórnar sjóðsins.
• Hildur Hauksdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
• Þorgils Torfi Jónsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga.
• Valgerður Sigurðardóttir, tilnefnd af umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.

.

Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00, 16. júlí 2024

DEILA