Maður stunginn í Súðavík

Súðavík. mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því fyrir stuttu að í gærkvöldi hafi orðið átök í heimahúsi í Súðavík. Maður hafi verið stunginn með hnífi. Lögregla og sjúkralið fór þá þegar á vettvang.

Karlmaður var fluttur með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Vestfjarða, á Ísafirði og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með lífshættuleg stungusár sem þurfti að meðhöndla frekar. Hann er nú kominn úr lífshættu.

Grunaði, ungur karlmaður, var handtekinn á staðnum og færður í fangahús á Ísafirði. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum mun í dag leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða um að hann sæti gæsluvarðhaldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki tímabært að gefa frekari upplýsingar um málið.

DEILA