Íbúar velja nafn á sameinað sveitarfélag

Á fyrsta fundi nýrrar bæjar­stjórnar sameinaðs sveit­ar­fé­lags Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar var samþykkt að unnin verði skoð­anan­könnun meðal íbúa um nafn á nýtt sveit­ar­félag þar sem kosið verði á milli nafn­anna, Barðs­byggð, Kóps­byggð, Látra­byggð, Suður­fjarða­byggð, Tálkna­byggð og Vest­ur­byggðar

Könnunin fer fram í gegnum vefinn betraisland.is og er opin dagana 11. til 17. júní. Niðurstöðurnar verða notaðar til hliðsjónar við ákvörðun bæjarstjórnar um nafn á Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

Íbúar sveitarfélagsins sem verða 16 ára á árinu og eldri geta tekið þátt í könnuninni.

Hér má finna hlekk inná könnunina.

DEILA