Ferðafélag Ísfirðinga á Galtarvita

Galtarviti. Mynd: Ágúst Atlason

Næstkomandi laugardag skipuleggur Ferðafélag Ísfirðinga gönguferð á Galtarvita undir leiðsögn Þrastar Jóhannessonar.

Lagt af stað klukkan 10 frá Sundlauginni í Bolungarvík.

Leiðin er rúmir 6 km og hækkun um 450 m sem gengin er fram og til baka. Gert er ráð fyrir að ferðin taki 7 -8 klst. með stoppi og akstri til og frá Bolungarvík. Farið fram og til baka yfir Bakkaskarð og gengið á Öskubak á heimleiðinni ef aðstæður leyfa.

Kunnugir telja erfiðleikastuðulinn vera tveggja skóa.

bryndis@bb.is

 

DEILA