Allt bóknám í boði í fjarnámi hjá Menntaskólanum

Menntaskólinn á Ísafirði.

Allir bóknámsáfangar sem kenndir eru í MÍ eru  einnig í boði í fjarnámi. Í fjarnámi er notað fjarkennslukerfið Moodle en þar setja kennarar inn námsáætlanir og verkefni.

Nemendur geta skilað inn úrlausnum verkefna sinna þar sem og tekið gagnvirk próf. Fjarnámið fer því alfarið fram á netinu.

Í kennslu við Menntaskólann á Ísafirði er lögð áhersla á leiðsagnarnám sem felst í því að nemendur fá stöðugar upplýsingar um stöðu sína í námi til að geta bætt sig. 

Leiðsagnarmat (e. Formative Assessment) er kennsluaðferð þar sem nemendur eru metnir jafnt og þétt alla önnina með það að markmiði að nota niðurstöðurnar til að bæta námsárangur og kennslu. Leiðsagnarmatið er námsmat til að læra af og getur bæði verið skriflegt og munnlegt. Kennarinn gefur nemandanum leiðandi umsögn sem nýtist nemendum við áframhaldandi nám.

Hverri önn er skipt niður í þrjár námslotur. Eftir tvær fyrstu loturnar er gefið lotumat.

DEILA