Vesturbyggð: samþykkja ásætuvarnir með koparoxíði

Laxeldi Arctic Fish í Arnarfirði.

Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar  lagðist í janúar gegn því án undangengins umhverfismats að notaðar yrðu ásætuvarnir í eldiskvíum í Arnarfirði  sem innihalda ECONEA® (Tralopyril) og Zinc Pyrithione. Aðrir umsagnaraðilar töldu ekki þörf á umhverfismati en Skipulagsstofnun ákvað í framhaldinu að umhverfismat skyldi fara fram.

Elfar Steinn Karlsson, byggingarfulltrúi hjá Vestfurbyggð bendir hins vegar á að Vesturbyggð hafi í febrúar 2022 fallist á ásætuvarnir með koparoxíði í Patreks- og Tálknafirði án undangengis umhverfismats.

Skýringin á mismunandi afstöðu felist í öðrum efnum nú og að  meiri óvissa sé um langtíma áhrif þeirra efna sem nota á sem ásætuvarnir á lífríki fjarðarins sem og mögulegra sammögnunaráhrifa vegna fjölda eldissvæða í Arnarfirði.

DEILA