Ferðafélag Ísfirðinga: Ingjaldssandur

— 1 skór —

Róleg og notaleg ganga með sögustundum.
Laugardaginn 15. júní

Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina.

Fararstjórn: Halla Signý og Helga Dóra Kristjánsdætur frá Brekku.
Mæting kl. 10:00 við Bónus á Ísafirði. Farið þaðan á einkabílum.


Fyrsta stopp er við brúna á Hálsi og gengið niður að fossinum Ósóma og þeir sem vilja geta gengið undir fossinn. Þaðan liggur leiðin að vegamótunum að bænum Hrauni.
Gangan hefst frá vegmótum Hraun/Sæból og gengið sem leið liggur niður veginn að Sæbólskirkju, á leiðinni eru stutt stopp og sagt frá staðháttum og menningarsögu staðarins.  Komið við í Sæbólskirkju og sagt frá sögu hennar.  Frá kirkjunni er gengið inn í Sandvík og til baka að Sæbóli.


Bæir á Ingjaldssandi: Fremst er Hraun, þá Brekka. Ef gengið er niður veginn að Sæbóli er næst komið að Álfadal, þá samkomuhúsið Vonarland, Ástún og neðst eru Sæból.


Vegalengd: 4,3 km, göngutími: 4 klst.

DEILA