Snæfjallahátíð um Jónsmessuna

Tónlistarhátíðin Snæfjallahátíð verður haldin í Dalbæ og í Unaðsdalskirkju á Snæfjallaströnd 21. -23. júní.

 Fram koma ;

Kira Kira
Kraftgalli
Kvæðakórinn
Línus Orri
Dúllurnar
Súrillur og Dókur
Venus Volcanism
Ari Árelíus
Hermigervill

Fleiri tónlistaratriði og nákvæm dagskrá mun bætast við þegar nær dregur.

Þetta verður tjaldútilega enda ekkert gistiheimili eða slíkt á svæðinu og verður tjald-gjald innifalið í miðaverðinu.
Hátíðin er haldin langt frá mannabyggðum og mikilvægt er að fylla bílinn af eldsneyti á Hólmavík, til að komast aftur til baka.
Ein heit máltíð verður í boði á dag, innifalið í miðaverði. Að öðru leyti er mikilvægt að hafa með sér nesti og jafnvel prímusa og áhöld til að útbúa sér mat. Engin verslun er á svæðinu og því milvægt að byrgja sig vel upp áður en komið er á svæðið, síðasti séns er á Hólmavík.
Þó komið sé sumar þá er hátíðin haldin ansi norðanlega og því er talsvert kaldara (ferskara) veður en á Suðurlandi. Takið því með hlý föt og regnföt. Gott er að skoða veðurspá áður en haldið er af stað segir í tilkynningu frá þeim sem að hátíðinni standa.

DEILA