Baskasetur opnað í Djúpavík

Það var mikið um dýrðir í Djúpavík um síðustu helgi þrátt fyrir veðurham síðustu daga. Alþjóðlegt málþing um tengsl Íslendinga og Baska var haldið í verksmiðjunni í samstarfi Baskavinafélagsins við Albaola á Spáni, Haizebegi í Frakklandi og Háskólasetur Vestfjarða að vistöddum sendiherrum Frakklands og Spánar.

Intelligent instrument Lab sá um tónlistardagskrá þar sem m.a. var leikið á hljóðfæri sem gerð voru úr rusli á staðnum og einnig var leikið á baskneska ásláttarhljóðfærið txalaparta og í öðrum tanki var opnuð sýning Baskaseturs þar sem gefur m.a. að líta eftirgerð af txalupa, léttabáti Baska sem fluttur var á staðinn á milli veðra og var boðið upp á baskneska smárétti, súpu og drykki.

Einnig var boðið upp á leiðsögn um fornleifasvæðið við Hveravík.

Myndir: Ólafur J. Engilbertsson.

DEILA