Tilkynna á merktan fugl

Ljósm. Erling Ólafsson

Merkingar eru mikilvæg aðferð við rannsóknir á fuglum. Með merkingum má fá upplýsingar um ferðir fugla innanlands og ferðalög milli landa. Þá eru merkingar á ungum oft eina leiðin til að komast að því hve fuglar ná háum aldri eða hvenær þeir verða kynþroska og fara að verpa. Loks geta merkingar gefið ýmsar aðrar stofnvistfræðilegar upplýsingar, svo sem um dánartíðni, dánarorsakir, aldursdreifingu í stofni, stofnstærð og fleira.

Ef þú finnur merktan fugl vinsamlega tilkynntu það til Náttúrufræðistofnunar Íslands í tölvupósti á netfangið fuglamerki@ni.is eða í síma 5900500. Þeim sem tilkynna um merktan fugl eru sendar um hæl upplýsingar um hvar og hvenær fuglinn var merktur, aldur hans og fjarlægð frá merkingastað.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram:
– Númer á merkinu (og merkingastöð)
– Hvaða fuglategund (ekki nauðsynlegt, ef þú ert ekki viss)
– Hvar fannst fuglinn
– Hvenær fannst fuglinn
– Hvernig var fuglinn (t.d. nýdauður, bara fótur með merki fannst o.s.frv.)
– Finnandi (nafn, netfang, heimilisfang, sími)

DEILA