Heilbrigðisstofnun Vestfjarða: 1,3 m.kr. í greiðslur til félagasamtaka á 4 árum

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði.

Birt hefur verið svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur (D) um styrki til félagasamtaka. Spurt var hversu háa fjárhæð greiddi ráðuneytið og hver undirstofnun þess frjálsum félagasamtökum árin 2020–2023.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða greiddi 1.308.600 kr. samtals á þessum 4 árum sem sundurliðast þannig:

Í þingskjalinu stendur Heilbrigðisstofnun Vesturlands en á að vera Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Hjá HVEST er um að ræða greiðslur fyrir kaup á vörum og þjónustu en ekki beina styrki til félagasamtaka.

Til samanburðar þá veitti Heilbrigðisstofnun Suðurlands 1.939.699 kr í styrki á þessu árabili, Heilbrigðisstofnun Norðurlands 11.445.483 kr.,Heilbrigðisstofnun Vesturlands 103.000 kr., Sjúkrahúsið á Akureyri 2.995.930 kr og Landspítalinn 10.811.916 kr.

DEILA