Ráðgjöf Hafró: þorskkvótinn aukinn um 1%

Mynd: Hafro/Svanhildur Egilsdóttir.

Birt hefur verið ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar um veiðar úr helstu nytjastofnum við landið á næsta fiskveiðiári. Leggur stofnunin til aflamark fyrir á þriðja tug stofna á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu.

Hafrannsóknastofnun ráðleggur 1 % hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því hækkar ráðlagður heildarafli úr 211.309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213.214 tonn. Gert er ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi.  

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 76.774 tonn sem er nær óbreytt ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að stærð viðmiðunarstofns muni haldast stöðug næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021 en fari svo lækkandi.  

Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu er nær óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66.705 tonn. 

DEILA