Vettlingar til styrktar Vestra

Á vefsíðu íþróttafélagsins Vestra er sagt frá því að snillingurinn Kristín Örnólfsdóttir hafi hannað Vestra vettlinga og að 80% af andvirði hverrar sölu renni til Vestra eða eins og hún segir á Facebook síðu sinni:

Nýjasta hönnun mín eru vettlingar tileinkaðir íþróttafélaginu Vestra. Uppskriftirnar eru þrjár og skiptast í kvenmannsstærð, karmannstærð og barna stærðir frá 4 -12 ára.

Vestra vettlingauppskriftirnar eru seldar á Ravelry (sjá link hér fyrir neðan)og kosta 1000 kr stykkið. 80% af hverri seldri uppskrift rennur til unglingastarfs Vestra og mun gjaldkeri Vestra sjá um að skipta ágóðanum jafnt á milli greina. Þess vegna er mikilvægt að kaupa uppskrift ef áhugi er fyrir að prjóna Vestra vettlinga, en ekki ljóstrita og gefa.

Þeir sem ekki hafa aðgang að Ravelry geta sent mér einkaskilaboð ég mun sjá um að afhenda uppskrift á annan hátt.

Facebooksíða Kristínar

DEILA