Arna Lára: salan hefur engin áhrif á þjónustuna

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

„Ef bæjarstjórn heimilar sölu á fasteiginni þá mun það hafa  engin áhrif á þá góðu þjónustu sem nú er veitt á Eyri af hálfu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.“

Þetta segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ í svari við fyrirspurn Bæjarins besta um þau áhrif sem væntanleg sala á húsnæði hjúkrunarheimilisins Eyri sem er í eigu Ísafjarðarbæjar kann að hafa.

„Markmiðið er fyrst og fremst að samræma eignarhald á núverandi fasteign og fyrirhugaðri nýrri álmu. Hjúkunarheimilið Eyri var byggt eftir svokallaðri leiguleið þar sem Ísafjarðarbær fjármagnaði bygginguna gegn leigutekjum frá ríkinu, sem hafa ekki dugað fyrir rekstinum. Þannig ef að þessu verður og við fáum ásættanlegt tilboð þá mun það hafa jákvæð áhrif á rekstur Ísafjarðarbæjar.“

DEILA