Ísafjörður: Húsasmiðjan fær stærri lóð

Skipuags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til orðið verði við ósk Húsasmiðjunnar um stækkun á lóð fyrirtækisins að Æðartanga 2 til þess að bæta aðkomu að húsi, en ætlunin er að setja upp aðgangshlið.

Erindið var sent inn í október á síðasta ári en því þá frestað. Farið er fram á að stækkun til norðvesturs um 10 metra eða samtals 700 fermetra stækkun.

Áformað er að byggja slökkvistöð í nágrenninu og Verkís segir að stækkunin muni ekki þrengja að henni á byggingarreitnum miðað við sambærilega slökkvistöð á Húsavík samkvæmt vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir Suðurtanga.

DEILA