Ísafjarðarbær: bæjarráð grípur inn í ákvörðun hafnarstjórnar

Viking Sky. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að „kanna leiðir á því að hönnun móttökuhúss frestist ekki í ár“ og gera það í samráði við hafnarstjóra.

Hafnarstjórn ákvað í síðustu viku að kaupa stuðpúða (fendera) fyrir hafnirnar og er áætlaður kostnaður um 6,6 m.kr. Viðbótarkostnaðinum yrði mætt með því að mætt með fresta á hönnun móttökuhúss fyrir skemmtiferðaskipafarþega fram í janúar 2025 og lækka kostnað við kaup á lyftara um 2 m.kr.

Formaður bæjarráðs Gylfi Ólafsson tók þetta mál fyrir á fundi bæjarráðs í gær.

DEILA