Golfdagur á Ísafirði á laugardaginn

Golfdagurinn á Ísafirði fer fram laugardaginn 8. júní á golfsvæðinu í Tungudal.

Þar mun Golfklúbbur Ísafjarðar bjóða upp á kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinn undir handleiðslu PGA golfkennaranema, ásamt leikjum og grillveislu fyrir þátttakendur.

Samkvæmt heimasíðu Golfklúbbsins hefst Golfdagurinn kl 13:00 og stendur til 15:00.

DEILA