Ferðafélag Ísfirðinga gengur á Látrabjarg

Næstkomandi laugardag, þann 8. júní mun Ferðafélag Ísfirðinga standa fyrir ferð á Látrabjarg.

Látrabjarg  — 2 skór —

Fararstjóri verður Hildur Valsdóttir.
Mæting kl. 8:00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum til Breiðuvíkur.
Rútuferð frá Breiðuvík að Geldingsskorardal. Gengið meðfram Látrabjargi að Bjargtöngum. Þar bíður rútan og flytur fólk til Breiðuvíkur. Matur þar og gisting.
Þátttakendur verða að skrá sig á netfang félagsins ferdafelag.isfirdinga@gmail.com, þar sem þátttakendafjöldi miðast við að 20 manns komist með í ferðina.
Verð fyrir rútufar 5000 kr., svefnpokagistingu í tveggja manna herbergi 9000 kr. og fjögurra manna 8200 kr.
Morgunmatur innifalinn. Félagsmenn fá 20% afslátt. Kvöldmatur ekki innifalinn í verði.
Vegalengd: um 10 km, göngutími: 4-6 klst., hækkun ekki mikil.

DEILA