Súðavíkurhreppur: skuldahlutfall er 0%

Frá Langeyri í Álftafirði. Þar er verið að undirbúa land undir nýja kalkþörungaverksmiðju. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps afgreiddi í síðustu viku ársreikninga sveitarfélagsins fyrir 2023. Niðurstaða af rekstri varð mun betri en fjárhagsaætlun hafði gert ráð fyrir.

Tekjur A hluta voru 412 m.kr. og urðu 29 m.kr. meiri en ráð var fyrir gert. Að frádregnum gjöldum varð afgangur af rekstri 110 m.kr. eða 26,7% tekna. Það er umtalsvert betri afkoma en en skv. fjárhagsáætlun en það var áætlað að hann yrði 21 m.kr.

Að meðtöldum rekstri B hluta stofnana voru heildartekjur 434 m.kr. og afgangur 113 m.kr. Fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 12 m.kr. í afgang. Fjöldi stöðugilda voru 11,9.

Eignir voru um áramót bókfæraðar á 808 m.kr. og skuldahlutfallið um síðustu áramót var 0%.

DEILA