Hnífsdalur: sjomannadagskaffi slysavarnardeildarinnar

Hið árlega sjómannadagskaffi Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal verður haldið á Sjómannadaginn, nk. sunnudag kl. 15:00, í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Sjómannadagskaffið hefur verið árlegur viðburður frá því um 1980, félagið hélt nýverið upp á 90 ára afmæli og verður því afmælisbragur á kaffinu í ár. 

Verð á mann er 3.000 kr. fyrir fullorðna, 1.500 kr. fyrir börn 7-10 ára og börn 6 ára og yngri borga ekkert.

Sjómannadagskaffið er ein af stærri fjáröflununum félagsins segir Dagný Finnbjörnsdóttir, en líka ein sú skemmtilegasta. „Að venju munu veisluborðin svigna undan alvöru heimagerðum kræsingum sem Hnífsdælingar og aðrir velunnarar hafa töfrað fram. Alvöru brauðtertur eins og amma gerði alltaf, dísudraumar, hnallþórur og pönnukökur er meðal annars það sem verður að finna á kökuborðinu. 

DEILA