Framtíðarfortíð

Framtíðarfortíð Listasafns Íslands og Listasafns Ísafjarðar er fyrsta sýningin í röð sýninga sem marka samvinnu Listasafns Íslands og sýningarstaða á landsbyggðinni.

Sýningin er haldin til að fagna 80 ára lýðveldisafmæli þjóðarinnar.

Valin hafa verið verk úr safneign Listasafns Íslands eftir listamenn sem velta fyrir sér hugtökum eins og sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðar og hvað það þýðir að vera þjóð. Er þjóðin sú sama nú og hún var fyrir 80 árum? Breytist hún eins og manneskjan breytist á æviskeiði sínu?

Sýningin verður opnuð á þjóðhátíðardaginn, afmælisdegi Jóns Sigurðssonar sem fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð, sem tilheyrir sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ.

DEILA