Hvar átt þú að kjósa?

Einstaklingar geta kannað kjörgengi og hvar þeir eiga að kjósa í komandi forsetakosningum laugardaginn 1. júní með rafrænum hætti.

Ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrárstofni. Að kjördegi loknum verður lokað fyrir aðgang að uppflettingunni.

Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Einnig birtast upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Hvar á ég að kjósa?

Flutningur lögheimils eftir viðmiðunardag 24. apríl, breytir ekki skráningu á kjörskrá.

DEILA