Ísafjarðarbær: nýtir ekki forkaupsrétt að Fagrahvammi

Horft yfir Ísafjörð. Á myndinni má greina Fagrahvamm. Höf:óþekktur.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hyggst ekki nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins að landinu og leggur það til við bæjarstjórn að falla frá forkaupsrétti að landi og mannvirkjum Fagrahvamms, í þetta skipti, vegna fyrirhugaðrar sölu þess.

Landið var selt 1952 til erfðafestu og til ræktunar með forkaupsrétti sveitarfélagsins vilji erfðafestuhafi selja erfðafesturétt sinn.

Upphaflega var landið liðlega 35 þúsund fermetrar, en síðar var tekin sneið af því og færð undir Góustaði, í stað lands sem bærinn fékk þá úr þeirri jörð. Eftir standa um 20.000 fermetrar. Um 4.000 fermetrar gætu verið í óð undir mannvirki sem eru á landinu svo mögulega gæti sveitarfélagið nýtt um 16.000 fermetra
fari það svo að Ísafjarðarbær hyggist skipuleggja byggð á landinu.

Kjósi sveitarfélagið að innkalla landið þarf að greiða 25 aura fyrir hvern fermetra á verðlagi samningsins, sem er um13,24 kr í dag.

DEILA