Harðarmenn halda á Hvolsvöll

Hörður frá Ísafirði mætir Knattspyrnufélagi Rangæinga á SS-vellinum á Hvolsvelli kl 12:00 í dag í 5. deild karla í fótbolta.

Harðarmenn hafa byrjað tímabilið vel en eftir tap í fyrsta leik fylgdu tveir 5-0 sigrar í röð á Reyni Hellisandi og Stokkseyri.

KFR hefur einnig byrjað vel og er jafnt Herði í 2-3. sæti einnig með tvo sigra í fyrstu þremur leikjunum.

DEILA