Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, hefur fengið boð um þátttöku á Ólympíuleikunum í París næsta sumar en Alþjóða Ólympíusambandið staðfesti svo í dag.
Guðlaug Edda er annar Íslendingurinn sem kemst inn á Ólympíuleikana sem haldnir verða í júlí og fram í ágúst og jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum í þríþraut.
Guðlaugu Eddu hefur gengið mjög vel þeim mótum sem hún hefur tekið þátt í á árinu og meðal annars unnið til verðlauna. Af þeirri ástæðu hefur hún klifið hratt upp heimslistann þrátt fyrir að vera nýlega komin til baka eftir erfið meiðsli.
Framundan eru spennandi vikur hjá fjölmörgum íþróttamönnum sem enn eiga möguleika á því að vinna sér inn þátttökurétt en vonir standa til að það fjölgi í hópnum á næstunni og fleiri íþróttamenn komist á leikana í sumar fyrir Íslands hönd.