Grunnskólinn Ísafirði: tilboð 38% yfir kostnaðaráætlun

Grunnskólinn á Ísafirði.

Eitt tilboð barst í viðhald á Grunnskólanum á Ísafirði. Um er að ræða uppbyggingu á gluggum og á gangi
Grunnskólans á Ísafirði ásamt uppbyggingu á stofu 216. Tilboðið var frá Gömlu Spýtunni, að upphæð 26.688.000 kr. Kostnaðaráætlun var 19.395.500 kr. og er tilboðið því 38% hærra.

Bæjarráð samþykkti að gengið yrði til samninga við Gömlu Spýtuna.

Helstu verkþættir eru eftirfarandi:
Endurnýja 14 glugga á norðurhlið skólans
Taka glugga úr í stofu 216, steypa súlu og setja glugga aftur í gluggagat
Gera við sprungur í útveggjum
Endurbyggja kennslustofu 216 og sérkennslustofu
Opna veggi þar sem sjáanleg rakaummerki eru og endurbyggja þá.
Skipta út gólfdúk fyrir vínylparketi.
Brjóta upp ílögn þar sem raki hefur mælst í gólfi. Hreinsa og byggja upp aftur
Gera við þakleka á norðvestur hluta þaksins
Mála þá veggi sem unnið er við
Setja hatt á skorstein
Opna gólf við fatahengi 1.hæð framan við matsal- bunga á flísalögðu gólfi

DEILA