Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 4.148 það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra voru þær 7.020 svo um er að ræða um 41% samdrátt. Nýskráningar til ökutækjaleiga er um 60% og til almennra notkunar 40%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Flestar nýskráningar eru í dísilbifreiðum, alls 1045 sem er um 25,2% hlutdeild af markaðnum. Hybrid-bílar koma í öðru sæti, 1.002 bifreiðar, sem er 24,2% hlutdeild. Tengiltvinn-bílar, sem koma í þriðja sætinu, eru alls orðnir 703.
Mikil fækkun hefur orðið í rafbílum en nýskráningar það sem af er árinu eru 698 sem er um 16,8% hlutdeild. Á sama tíma í fyrra voru skráningarnar 2.614, sem var um 40% hlutdeild. Nýskráningar í bensínbílum eru 697 sem koma i fjórða sætinu.
Þegar einstök bílamerki eru skoðuð eru flestar nýskráningar í KIA þegar tæplega fimm mánuðir eru liðnir af árinu. Alls eru nýskráningar í KIA 590 . 545 í Hyundai, 461 í Kia. Toyota kemur í þriðja sætinu með 527 bíla.