Til stendur að gera náttúrustíg upp í Naustahvilft í Skutulsfirði og hefur Kjartan Bollason, lektor við Háskólann á Hólum og sérfræðingur í náttúrustígagerð, tekið að sér að leiða verkefnið, sem er um leið námskeið í náttúrustígagerð.
Óskað er eftir þátttakendum á námskeiðið til að vinna með Kjartani að því að klára stíginn upp í Naustahvilft, en leiðin hefur þegar verið stikuð.
Námskeiðið fer fram 31. maí og 1. júní.
Náttúrustígar eru að mestu gerðir með handafli, þurfa að falla að landslaginu og notast við staðbundinn efnivið eins og hægt er.
Unniið verður að verkefninu föstudaginn 31. maí 13:00-17:00 og laugardaginn 1. júní 9:00-17:00.
Skráning fer fram með því að senda póst á postur@isafjordur.is.