Göngunum undir Breiðadals og Botnsheiði verður lokað kl.17:00 í dag í hálfa klukkustund eða svo.
Búast má við umferðartöfum í göngunum í eina til tvær klukkustundir í kjölfarið.
Vegfarendur eru hvattir til að sýna tillitssemi.
Ástæða lokunarinnar er æfing allra viðbragðsaðila á norðanverðum Vestfjörðum þar sem líkt verður eftir hópslysi í Önundarfirði þar sem hópferðabifreið með tugi farþega hlekkist á og bregðast þarf við því með viðeigandi hætti.
Æfingin miðast við að samhæfa viðbrögð og vinnu viðbragðsaðila sem og heilbrigðisstarfsmanna og Vegagerðarinnar.
Vettvangsstjórn verður virkjuð á vettvangi, sem og Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum, sem staðsett verður í nýrri aðstöðu sinni í Guðmundarbúð á Ísafirði.
Einnig verður Samhæfingamiðstöð í Skógarhlíð virkjuð eins og venjan er. Flugdeild Landhelgisgæslunnar mun einnig koma að æfingunni.
.