Stærstu viðskiptalönd með eldislax undanfarin 5 ár

Á myndinni má sjá 10 stærstu viðskiptalönd með eldislax undanfarinn áratug og að endingu eru öll önnur lönd sett saman í einn flokk (ÖN).

Röðun landa á myndinni fer eftir útflutningsverðmæti eldislax í heild árin 2019-2023.

Hér trónir Holland á toppnum, en þar fer bæði fram áframvinnsla á laxi auk þess að honum er oft umskipað þar.

Bandaríkin koma þar á eftir en segja má að þar sé stærsti einstaki markaðurinn með eldislax frá Íslandi. Í þriðja og fjórða sæti koma Danmörk og Pólland, en rétt eins og í Hollandi fer þar oft fram áframvinnsla og umskipun. Í Póllandi eru til að mynda stærstu og afkastamestu laxavinnslur í Evrópu.

Sjá má að talsverðar sveiflur eru í útflutningi á eldislaxi til einstakra landa á milli ára, en leitnin er oftast upp á við í takti við aukið laxeldi og þar með útflutning. Áhugavert er að fylgjast með einstökum mörkuðum og er vert að nefna stöðugan uppgang í útflutningu til Frakklands undanfarin ár.

Þá var útflutningur til Úkraínu á hraðri uppleið til ársins 2021 og var það sjötta stærsta viðskiptaland Íslands með lax það ár. Í kjölfar stríðsaðstæðna þar í landi hefur útflutningur til Úkraínu verið lítill sem enginn síðan.

DEILA