Patreksfjörður: fyrsta skemmtiferðaskipið komið

Norska skemmtiferðaskipið Fridthjof Nansen frá Hurtigruten kom til Patreksfjarðar á laugardaginn. Að sögn Elfars Steins Karlssonar, hafnarstjóra voru um 450 farþegar og áætluð hafnargjöld eru um 800 þúsund kr. Elfar segir um 35 skipakomur áætlaðar í sumar.

Skipið hélt svo áfram um Vestfirði og norður fyrir Horn og kom daginn eftir til Kirkjubóls í Steingrímsfirði og Sauðfjársetursins.

DEILA